Hanna Kristín Skaftadóttir hefur birt færslu á fésbókarsíðu sinni vegna nýútkominnar yfirlýsingar Steingríms Sævarrs, almannatengils. Sannkallað ruslatunnustríð hefur átt sér stað í litlu þríbýli á Seltjarnarnesi. Í yfirlýsingunni sakar Steingrímur meðal annars Hönnu Kristínu um að hafa gefið sér fingurinn:
„Þegar ég steig út úr bílnum á aðfangadagsmorgun stóð hún við gluggann, sendi mér fingurinn og storkaði með öðru fingratengdu táknmáli. Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað,“ skrifar Steingrímur í yfirlýsing sinni.
Aðspurð svarar Hanna Kristín vegna ásakana Steingríms um fingrasendingar svohljóðandi:
„Ég hef aldrei nokkru sinni sent þessum manni fingurinn né nokkurskonar annað táknmál með fingrum – sömuleiðis sá ég hann aldrei á aðfangadag. Við hinsvegar færðum til jóladraslið hans og sést á meðfylgjandi myndum. Hér sést bersýnilega að ekkert jóladrasl var rifið niður á aðfangadag. Yfirlýsing Steingríms er hreinn og beinn tilbúningur og gróf gaslýsing ofbeldismanns.“
Til útskýringar sýnir Hanna Kristín mynd og bætir við: „Þetta kalla ég sannarlega ekki að rífa niður neitt jólaskraut.“
Þá bætir Hanna Kristín við: „Auk þess er ég með SmartLock á útidyrahurðinni minni sem sýnir að ég fór ekkert út úr húsi á aðfangadagsmorgni svo að dylgjur hans um að ég hafi hreinlega séð hann þá eru út í hött.“
Hér að neðan má sjá færslu Hönnu Kristínar:
„Gaslýsing 101 dömur mínar og herra
Nútíminn var að hringja og ég mæli með uppfærslu á aðferðafræði hans, gaslýsingar og tuddaskapur eru algjörlega out of style.
Sjá nánar:
Yfirlýsing Steingríms Sævarrs vegna ruslatunnustríðs: „Í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för“