Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Rússnesku hjónin lýsa slæmri framkomu á Ítalíu: „Af hverju eruð þið að nota símann?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Anton og Viktoria Garber hírast um í herbergi á flugvelli á Ítalíu en þangað voru þau send eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi á Íslandi, þrátt fyrir mikla tengingu við landið.

Sjá einnig: Rússnesku hjónin Anton og Viktoria verða send úr landi á miðvikudaginn: „Þetta er ekki réttlæti“

Þau Anton og Viktoria komu til Íslands eftir að stríðið í Úkraínu hófst en þau höfðu verið ötul við að mótmæla Pútín og stríðinu í heimalandi sínu, Rússlandi og áttu því í hættu á að vera handtekin og jafnvel send í fremstu víglínu í Úkraínu. Sóttu þau um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli tengingar við landið en þau áttu ferðaþjónustufyrirtæki í Rússlandi og unnu þau mikið á Íslandi síðustu fjögur árin. En allt kom fyrir ekki og voru þau hjónin send til Ítalíu þar sem þau millilentu á leið sinni til Íslands.

Á Ítalíu tók óvissan við og er hún enn við lýði.

Eftirfarandi færslu skrifaði Anton en hún birtist hér í íslenskri þýðingu:

1. Okkur fylgdu fjórir lögreglumenn.
2. Við sátum í 4-5 klukkutíma í Danmörku í litlu herbergi með lokað fyrir gluggum og hurðum. Lögreglan kom vel fram við okkur og keypti handa okkur samlokur og kaffi.
3. Þegar við vorum flutt til Ítalíu var ítalskir lögreglumenn hissa og spurðu „Af hverju komuð þið með þau hingað?“ (Íslenska lögreglan svaraði engu um stund en sögðu svo að það væri vegna Dublinarreglugerðarinnar). „Sóttu þau um hæli á Ítalíu?“ (Nei sögðum við.) Eftir það kvöddu lögregluþjónarnir fjórir okkur og fóru á hótelið sitt. Þeir flugu til baka daginn eftir.
4. Okkur er komið fyrir í sal með skrítnum rúmum og tveimur lögreglumönnum sem töluðu ekki ensku og reyndu að taka af okkur símana og föggur. Þeir sögðu okkur að það væri bannað að nota símana. Við mættum bara gera það í fimm mínútur.
5. Eftir að við spurðum „Erum við í haldi?“ fengum við aftur símana okkar og við færð í 6.„herbergi“ þar sem við vorum bara tvö ein.
6. Okkur er sagt að bíða til 10 en þá opnaði lögregluskrifstofan sem sér um mál tengd Dublinarreglugerðinni. Klukkan 00:20 ryðst lögreglumaður inn í herbergið þar sem við erum við það að sofna og spyr „Af hverju eruð þið að nota símann?“ (Sáu okkur sennilega í myndavélinni) Svarið: Af því að þetta er minn sími. Hann fór án þess að loka hurðinni. Hinu meginn við vegginn heyrist hávært samtal milli lögreglumannanna. Hann hefur ekki enn komið aftur. Það er gott, en óhugnanlegt.

Á þessum beddum hafa þau þurft að sofa á.
Ljósmynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -