Rútubílstjóri með 32 erlenda ferðamenn skeytti engu um vegalokanir né tilmæli lögreglu og björgunarsveitarmanna, þegar hann ók bifreiðinni og festi hana við Pétursey rétt við Vík í Mýrdal. Rútan situr þar enn. Jón Hermannsson, aðgerðastjóri björguninnar, segir í samtali við fréttastofu RÚV: „Það er engin hætta á ferðum, rútan er í gangi og engum er kalt“.
Jón segir jafnframt að björgunarsveitir hafi kallað eftir aðstoð lögreglu eftir að þeir hafi ekki náð að tala bílstjórann til. Lögreglan hafi heldur ekki orðið neitt ágengt í samskiptum sínum við bílstjórann en öll samskipti við hann fóru fram símleiðis, þar sem svæðið er með öllu ófært.
Engan ætti að undra að hringvegurinn sé lokaður eftir mikla úrkoma á svæðinu í nótt og gul veðurviðvörun verið í gildi í landshlutanum frá því í morgun.
Vonast er til að gluggi myndist svo hægt verði að koma stórvirkum vinnuvélum á svæðið og losa fólkið úr prísundinni og þá eiga rækilegt orð í eyra bílstjórans. Samkvæmt fréttinni segir jafnframt að þær upplýsingar höfðu fengist hjá Hópbílum að þeir væru í sambandi við ökumanninn. Að öðru leyti vildu þeir ekki tjá sig um málið á meðan það væri í vinnslu.
Mannlíf setti sig í samband við Hópbíla og vildi forsvarsmaður fyrirtæksins ekki tjá sig um málið: „Ég var bara að mæta til vinnu og vil ekkert tjá mig um málið að svo stöddu“.