- Auglýsing -
Farþegar rútunnar sem valt nálægt Blönduósi í morgun voru starfsmenn velferðarsviðs Akureyrarbæjar en hópurinn kom frá Portúgal í nótt.
Mannlíf ræddi við Heimi Örn Árnason, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem staðfesti að hópurinn hafi verið starfsmenn velferðarsviðs bæjarins. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá slasaða á Landspítalann í Fossvogi og fjórir með sjúkraflugi. „Eftir því sem ég best veit er enginn í lífshættu,“ sagði Heimir Örn í samtali við Mannlíf.