Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

RÚV birti rangt hótel í frétt um Nóró-veiruna: „Það er mjög óheppilegt að okkar hótel hafi sést“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisútvarpið fjallaði um Nóró-veirusmit sem upp kom á hóteli á Austfjörðum, í kvöldfréttum í gær. Hótelið var ekki nefnt á nafn en myndskeið af Neskaupsstað var sýnt í fréttinni en þar sást í Hildibrand hótel. Engin Nóró-veira kom hins vegar upp hjá Hildibrand.

Enn er á huldu hvar nákvæmlega Nóró-veiran kom upp en sagt hefur verið að það hafi verið á hóteli á Austfjörðum. Fimm gestir voru fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar en kona á níræðisaldri lést af völdum hennar. Kom veiran upp í tveimur hópum sem gistu á hótelinu. Þá veiktust starfsmenn hótelsins einnig.

Í frétt um málið, sem birtist í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær, birtist myndskeið sem tekið var úr lofti en þar má sjá Neskaupsstað og Hildibrand Hotel. Mannlíf hafði samband við hótelið en Sirrí Valdimarsdóttir, hótelstýra Hildibrand sagði að veiran hafi ekki komið upp á hótelinu hennar. Aðspurðu hvað henni fyndist um myndefni RÚV í kvöldfréttum sagði Sirrí: „Það er mjög óheppilegt að okkar hótel hafi sést.“ Bætti hún svo við: „Það er búið að hafa sambandi við Rúv og óska eftir leiðréttingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -