Það var mikil spenna um helgina þegar úrslitin í Söngvakeppninni fóru fram og á endanum voru það drengirnir í VÆB sem sigruðu og var sigurinn nokkuð öruggur ef marka má gögn sem RÚV sendi frá sér en bæði dómnefnd og almenningur vildu senda þá út fyrir hönd Íslands til að taka þátt í Eurovision. Fara þeir út með lagið RÓA og er það eftir Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson. Undankeppnir Eurovision fara fram 13. og 15. maí og úrslitin svo 17. maí. VÆB er spáð slæmu gengi en þeir hafa sagt í viðtölum að þeir stefni á 29. sætið.
Hægt er að sjá tölfræðina hér fyrir neðan:
Fyrri undanúrslit 8. febrúar – Símakosning almennings
1. RÓA – VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%)
2. Eins og þú – Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%)
3. Frelsið mitt – Stebbi JAK: 8.853 (21,28%)
4. Ég flýg í storminn – Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%)
5. Norðurljós – BIA: 4.945 atkvæði (11,89%)
Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit.
Seinni undanúrslit 15. febrúar – Símakosning almennings
1. Þrá – Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%)
2. Eldur – Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%)
3. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%)
4. Flugdrekar – Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%)
5. Rísum upp – Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%)
Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig.
Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Atkvæði dómnefndar
1. RÓA – VÆB: 74 stig
2. Fire – Júlí og Dísa: 63 stig
3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig
4. Words – Tinna: 53 stig
5. Like You – Ágúst: 45 stig
6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig
Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur.
Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Símakosning almennings
1. RÓA – VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) – 93 stig
2. Set Me Free – Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) – 85 stig
3. Fire – Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) – 74 stig
4. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) – 39 stig
5. Like You – Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) – 23 stig
6. Words – Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) – 22 stig
Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir.
Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar – Dómnefnd og símakosning
1. RÓA – VÆB: 167 stig
2. Set Me Free – Stebbi JAK: 142 stig
3. Fire – Júlí og Dísa: 137 stig
4. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 83 stig
5. Words – Tinna: 75 stig
6. Like You – Ágúst: 68 stig