Tillaga að ályktun um sniðgöngu RÚV á Eurovision 2024, var ekki tekin til umræðu. Aðeins ein manneskja studdi tillöguna.
Mörður Áslaugarson, stjórnarmeðlimur RÚV skrifaði Facebook-færslu í gær þar sem hann sagðist ekki geta orða bundist. Hann lagði til á fundi stjórnar, tillögu um að RÚV taki ekki þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Segir hann að fundurinn hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæða og að aðeins Margrét Tryggvadóttir hafi stutt hana.
Færsluna má lesa hér:
„Verður ekki aumlegra. Málstaðurinn er svo vondur að tillögunni er ekki einu sinni hleypt í atkvæðagreiðslu. Hvílíkt og annað eins. Stjórnarmenn, aðrir en Mörður og Margrét, verða að svara fyrir þetta. Leikur sérstakur hugur að heyra rökstuðning Hrafnhildar Halldórsdóttur, fulltrúa starfsmanna í stjórn. Er þetta almennt stemmarinn í Efstaleiti?“