Nú er ljóst hvað sex lög keppa um að vera framlag Íslands í Eurovision en seinni undanúrslitum lauk á laugardaginn.
Um er ræða lögin:
1. Like You – Ágúst
2. Aðeins lengur – Bjarni Arason
3. Fire – Júlí og Dísa
4. RÓA – VÆB
5. Words – Tinna
6. Set Me Free – Stebbi JAK
Lögin Aðeins lengur og RÓA verða flutt á íslensku en hin fjögur á ensku. Í reglum keppninnar segir að í undanúrslitum verði að syngja lögin á íslensku, en á úrslitakvöldinu eigi að nota það tungumál sem höfundur hyggst nota í Eurovision, sigri lagið keppnina hér heima.
Í tilkynningu frá RÚV er minnt á að í ár verður breyting á kosningafyrirkomulaginu. Efstu tvö lögin fara ekki í „einvígi“ eins og undanfarin ár heldur er ein símakosning allt kvöldið þar sem hægt er að kjósa á milli allra sex laganna. Símakosning landsmanna vegur helming á móti sjö manna erlendri dómnefnd. Fyrirkomulagið er þá núna svipað og í Eurovision keppninni sjálfri og í sænsku undankeppninni, Melodifestivalen.