Laugardagur 26. október, 2024
4 C
Reykjavik

RÚV svarar engu um umsækjendur: „Eðlilegt að leynt fari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngvakeppninni 2024 lauk 2. mars og stóð söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir uppi sem sigurvegari en hún söng lagið Scared of Heights. Ekki liggur þó fyrir hvort að Hera muni flytja lagið sem fulltrúi Íslands í Eurovision en þátttaka Íslands er ennþá óviss.

Margir telja að Ísland eigi að hafna þátttöku á meðan Ísrael færi leyfi til að taka þátt en þátttaka Ísrael hefur verið harðlega gagnrýnd vegna ástandsins á Gaza þar sem Ísrael hefur drepið 31 þúsund Palestínubúa á undanförnum mánuðum á sama tíma og Rússlandi er meinuð þátttaka vegna innrásarinnar í Úkraínu.

En lag Heru var aðeins eitt af 118 sem bárust RÚV í Söngvakeppnina. Valdi RÚV tíu lög af þessum 118 til þátttöku og voru það einu lögin sem almenningur fékk vitneskju um. Mannlíf hafði samband RÚV og óskaði eftir því að fá nafnalista allra umsækjanda sem sóttu um að fá að taka þátt í Söngvakeppninni á grundvelli upplýsingalaga.

„Til þess er að líta að upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum getur sætt ákveðnum takmörkunum, sbr. 6.-10. gr. laganna, þ. á m. vegna einkahagsmuna annarra, sbr. 9. gr. Ríkisútvarpið ohf. telur umbeðnar upplýsingar undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær fela í sér upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sé Ríkisútvarpinu ohf. þ.a.l. ekki heimilt að veita upplýsingarnar,“ sagði Rúnars Freys Gíslasonar, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, í svari til Mannlífs.

Lengi hefur verið deilt um hvort að RÚV þurfi að birta nöfn umsækjanda RÚV en árið 2019 synjaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni Vísis um að fá nöfn þeirra sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra en RÚV hefur þó birt nöfn umsækjanda í öðru tilfellum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -