Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Ryan Reynolds hjálpar lítilli stúlku með sjaldgæft heilaæxli – Læknar gáfu henni eitt ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney gáfu rúmar þrjár milljónir króna í söfnun fyrir litla stúlku sem þjáist af sjaldgæfu heilaæxli.

Leikararnir og vinirnir Ryan og Rob, sem eiga saman velska fótboltaliðið Wrexham FC, stukku er þeir heyrðu af veikindum Ariu Hodgkiss litlu sem er með sjaldgæft heilaæxli. Gáfu þeir stúlkunni 10.000 dollara hvor en samanlagt eru það rúmar þrjár milljónir króna.

Peningagjöf þeirra félaga hjálpaði stúlkunni að ná 10. milljóna markmiðinu um síðustu helgi en fjölskylda hennar var með Go Fund Me styrktarsíðu.

Aria, sem er frá Wrexham, greindist með sjaldgæft æxli sem kallast Diffuse Intrinsic Pontine Glioma eða DIPG á þriggja ára afmæli sínu. Æxlið er óskurðtækt og bregst illa við lyfjameðferð. Horfur þeirra sem greinast með hinn banvæna sjúkdóm eru ekki góðar en flestir þeirra sem greinast deyja innan níu mánaða eftir greiningu en aðeins 1% barna nær fimm ára aldri.

Læknar gáfu stúlkunni aðeins 1 ár.
Ljósmynd: Melane Hodgkiss

Það kostar rúmar 660.000 kr. á mánuði að greiða fyrir meðferð sem heldur Ariu litlu á lífi. Fjölskyldan vonar nú að söfnunin á Go Fund Me hjálpi þeim að greiða fyrir nýtt krabbameinslyf sem kallast ONC201 en það gæti mögulega bjargað lífi stúlkunnar.

Sagt er frá málinu á Mirror.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -