Föstudagur 28. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

SÁÁ fær fjórar milljónir fyrir sálfræðiþjónustu barna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær 98 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráði. Styrkir voru veittir til 153 verkefna um allt land sem öll miða að því að efla lýðheilsu.

„Að þessu sinni var áhersla lögð á að styrkja aðgerðir sem miða meðal annars að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna og efla félagsfærni ásamt því að draga úr einmanaleika. Einnig var áhersla á áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, næringu, hreyfingu og kynheilbrigði. Við mat á umsóknum fyrir árið 2025 var einnig sérstaklega horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.“

Foreldrahúsið fékk hæsta styrkinn en sá var fyrir „VERA heildstætt langtíma úrræði fyrir unglinga í fikti og neyslu,“ og var sá styrkur fjórar milljónir. SÁÁ fær fjórar milljónir fyrir sálfræðiþjónustu barna og svo Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þrjár og hálfa milljón fyrir níkótín og tóbaks ráðgjöf.

Hægt er að sjá lista yfir alla styrkina hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -