Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sænsk Jónsmessuhátíð á Árbæjarsafni á sunnudaginn: „Ég finn fyrir miklum stuðningi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á sunnudaginn 23. júní verður boðið upp á Jónsmessufagnað að hætti Svía á Árbæjarsafninu.

Þær Anneli Schöldström og Rebecku Karlsson, skipuleggja sænskan Jónsmessufagnað í samstarfi við Árbæjarsafn, Þjóðdansafélags Reykjavíkur, Cornelis Vreeswijk-félagið og Sænska félagið á Íslandi, sunnudaginn 23. júní.

Í viðburðalýsingu á skemmtuninni á Facebook segir eftirfarandi:

„Komdu og fagnaðu „svensk midsommar“/ Jónsmessu með okkur! Í samstarfi við Árbæjarsafn og Þjóðdansafélag Reykjavíkur efnum við til fjölskylduhátíðar með miðsumarsþema! Fyrir ykkur sem viljið hjálpa til við að skreyta stöngina byrjum við kl. 11 og miðsumarstöngin verður reist klukkan 12.

Hátíðin hefst kl. 13, á dagskrá eru þjóðtónlist og þjóðdansar samanber hefðbundnir sænskir hringdansar þar sem við syngjum Små Grodorna og fleira. Við skipuleggjum fimm-þrautaleik og í safnhúsinu Lækjargata er sýningin „Midsommar för Dummies“. Einnig verður hægt að búa til sinn eiginn miðsumarkrans.

Frítt inn fyrir öll þau sem koma í þjóðbúning og svo er að sjálfsögðu frítt fyrir börn að 17 ára aldri. Engin forskráning er nauðsynleg.“

Til viðbótar við þetta má taka fram að á efnisskránni eru líka sænsk lög með áherslu á sænska þjóðskáldið Cornelis Vreeswijk.

- Auglýsing -

Mannlíf rætti stuttlega við Anneli Schöldström, eins af skipuleggjendum fagnaðarins en hún segir Jónsmessufögnuðinn vera stærstu hátíð Svíþjóðar.

„Sem upphafsmaður Jónsmessuhátíðar á Árbæjarsafni er það mikið heiðursverkefni að stýra þjóðdönsunum með bæði Íslendingum og Svíum,“ segir Anneli og heldur áfram: „Að löndin okkar tvö geti hist í gleði með dansi og söng á hefðbundinni sænskri miðsumarhátíð með íslenskum dönsurum og dönsum er frábært!“

Að lokum þakkar hún samstarfið: „Samstarfið við Árbæjarsafn, Þjóðdansafélag Reykjavíkur og Sænska félagið á Íslandi hefur verið uppbyggilegt og spennandi. Ég finn fyrir miklum stuðningi frá þessum þremur samstarfsaðilum!“

- Auglýsing -
Rebecka Karlsson og Anneli Schöldström í hefðbundnum sænskum þjóðbúningum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -