- Auglýsing -
Í Eyrardal í Súðavík er framleitt súkkulaði og nefnist vörumerkið Sætt & Salt. Þykir súkkulaðið mesta hnossgæti og í sumar fjárfesti framleiðandinn í nýrri vél til súkkulaðigerðar til að mæta eftirspurn.
Fyrir skemmstu fór Melabúðin að selja þetta vestfirska sælgæti og hefur það vakið lukku. Sætt & Salt framleiðir handgert konfekt, hvítt súkkulaði með kanileplum og trönuberjum, rjómasúkkulaði með goji-berjum og graskersfræjum, dökkt súkkulaði með bláberjum og smjörkrókanti og súkkulaði með sesam- og graskersfræjum.