Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Sævaldur hættur með U18 landslið kvenna: „Hann er ekki starfandi þjálfari, hann er í leyfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sævaldur Bjarnason er ekki lengur þjálfari U18 landsliðs kvenna í körfubolta. Samskiptaráðgjafi skoðar nú mál sem tengist meðal annars „óþægilegri nærveru“ Sævalds á æfingum.

Sjá einnig: Sævaldur, þjálfari U18 landsliðs kvenna, ekki með á EM vegna ásakana: „Ákváðum að senda hann ekki“

Sævaldur er einn mest menntaði körfuboltaþjálfari landsins en hann hefur meðal annars þjálfað kvennalið meistaraflokks Stjörnunnar og meistaraflokkslið karla hjá Haukum og fleiri lið. Nýverið var Sævaldur ráðinn sem þjálfari U18 landsliðs kvenna en vegna kvartanna sem bárust KKÍ var ákveðið að senda hann ekki með liðinu til Grikklands þar sem liðið tók þátt í Evrópumeistaramótinu. Kvartanirnar snéru meðal annars að „óþægilegri nærveru“ Sævalds á æfingum.

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ sagði í samtali við Mannlíf þegar málið kom upp, að Sævaldur færi ekki með liðinu á EM: „Það er ekki búið að setja hann í leyfi beint en það kom upp mál þannig að við ákváðum að senda hann ekki með landsliðinu á EM. Á meðan verið er að skoða málið ákváðum við að fara þessa leið. Það er sem sagt ekki búið að reka hann eða neitt þannig, við erum bara að skoða málið.“

Mannlíf heyrði aftur í Guðbjörgu í dag og fékk það staðfest að Sævaldur er ekki lengur starfandi þjálfari U18 landsliðs kvenna. „Hann er sem sagt ekki starfandi þjálfari, hann er í leyfi. Verkefnið var bara búið og ekkert meira sem var á hans könnu. Verkefnið sem hann var ráðinn í, það var þetta mót og það var að klárast. Hann fór ekki á mótið og því verkefni er nú lokið.“

Aðspurð hvar kvörtunarmálið stæði nú sagði Guðbjörg: „Það er komið til samskiptaráðgjafa og er að vinnast þar.“ Ekki er hún viss hvenær vænta má niðurstöðu í málinu enda mikið að gera hjá samskiptaráðgjafanum. „Það er mjög mikið álag á henni, hún er bara ein.“
Guðbjörg segir engin önnur mál hafa áður komið á borð KKÍ sem tengdust Sævaldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -