Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Sævaldur, þjálfari U18 landsliðs kvenna, ekki með á EM vegna ásakana: „Ákváðum að senda hann ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sævaldur Bjarnason, þjálfari U18 landsliðs kvenna í körfuknattleik, fer ekki með liðinu á EM í Grikklandi sem fram fer 6. til 12 ágúst, vegna máls sem upp kom og þarf að skoða nánar.

Upp kom nýverið mál hjá U18 ára landsliði kvenna í körfuknattleik þar sem þjálfari liðsins, Sævaldur Bjarnason er meðal annars sakaður um „óþægilega nærveru“ á æfingum, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs.

Sævaldur er þaulreyndur þjálfari en hefur hann þjálfað bæði kvenna og karlalið í körfubolta í gegnum árin. Ber þar helst að nefna Breiðablik, Stjörnuna, og Hauka en Sævaldur kláraði árið 2019 FECC FIBA prófið sem er hæsta gráða FIBA í þjálfun en þar að auki hefur hann setið fjölmörg námskeið sem tengjast körfubolta- eða hugarþjálfun.

Er Mannlíf heyrði í Sævaldi til að spyrja hann út í málið sem nú er komið upp vildi hann ekki tjá sig. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta, þú verður að heyra í KKÍ.“

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ staðfesti við Mannlíf að Sævaldur hafi ekki farið með liðinu til Grikklands vegna máls sem upp hafið komið. Hann hafi hins vegar ekki verið sendur í leyfi. „Það er ekki búið að setja hann í leyfi beint en það kom upp mál þannig að við ákváðum að senda hann ekki með landsliðinu á EM. Á meðan verið er að skoða málið ákváðum við að fara þessa leið. Það er sem sagt ekki búið að reka hann eða neitt þannig, við erum bara að skoða málið.“

Aðspurð hvort hún gæti sagt Mannlífi nánar um málið sem kom upp sagðist Guðbjörg lítið geta sagt að svo stöddu. „Í raun og veru get ég lítið sagt eins og staðan er núna. Þetta er mál sem fer til samskiptaráðgjafa og við erum bara akkurat núna að vinna í þessu máli. Þannig að ég get voðalega lítið sagt á þessari stundu.“ Bætti hún því við að samskiptaráðgjafinn komi úr sumarfríi eftir helgi og verði þá málið sent á hann um leið.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -