Stofnað hefur til söfnunar vegna andláts hins 10 ára gamla Maciej Andrzej Bied en DV greindi frá andláti hans. Maciej var í jólafjölskylduferð á Ítalíu þegar keyrt var á hann með þeim afleiðingum að hann lést en Maciej bjó í Árbænum í Reykjavík. Í gær var haldinn minningarstund um Maciej í Árbæjarkirkju og telur séra Þór Hauksson, prestur í Árbæjarkirkju, að um 200 manns hafi mætt. „Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á samfélagið. Fólk er með böggum hildar,“ sagði Þór við mbl.is um andlát ung drengsins. „Það er mjög mikilvægt að fólk sé ekki að burðast með þetta eitt, að það finni það að það séu aðrir í sömu sporum.“ Fjölskylduvinur hefur stofnað til söfnunar fyrir fjölskylduna til hjálpa til með þann mikla og óvænta kostnað sem fylgir andlátinu. Hægt er að styrkja fjölskylduna með framlögum á reikninginn hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829