Rithöfundurinn umdeildi, Bragi Páll Sigurðarson skrifaði Facebook-færslu þar sem hann talar um hið tímabundna vopnahlé á Gaza en hann segist hóflega bjartsýnn.
„Tímabundið vopnahlé. Saklausir borgarar sprengdir fram á síðustu stundu. Ég er hóflega bjartsýnn en myndbönd af fólki að fagna og grátandi úr gleði segja okkur að þó þetta verði aðeins 6 vikur þá er það samt lausn. Er á meðan er.“
Því næst segir rithöfundurinn óhræddi, að fjölmargir aðilar hafi safnað allt frá því að þjóðarmorðið hófst, sönnunargögnum um hina hryllilega glæpi Ísraelshers á Palestínumönnum:
Bragi Páll hvetur síðan fólk til þess að senda inn upplýsingar um þá aðila sem réttlætt hafi þjóðarmorðið, á sérstaka heimasíðu sem safnar slíkum gögnum. Nefnir hann fólk á borð við Bjarna Benediktsson og Stefán E. Stefánsson, sem fólk sem hefur réttlætt hryllinginn.
„Í fyrstu athugasemd hlekkja ég á síðuna ACCOUNTABILITY ARCHIVE. Þar er verið að safna gögnum um fólk eins og Bjarna Benediktsson, Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon. Fólk sem hefur réttlætt þjóðarmorð með einum eða öðrum hætti (sjá lista á mynd). Ég hvet ykkur nú til þess að senda inn alla þá hlekki og upplýsingar um allt það fólkið sem þið teljið eigi heima á þessum lista.“
Að lokum segist Bragi Páll vera draumóramaður: