Miðvikudagur 11. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sagðist ekki hafa munað símanúmerið hjá sjúkrabíl: „Hann var með hníf í hendinni…“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var mjög ánægður með að finna þetta herbergi hjá Jaroslaw og sagði við hann að það væri erfitt að finna herbergi á íslandi, en hann notaði það síðar gegn mér,“ sagði Maciej Jakub Talik í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Vísir greindi frá. Maciej er ákærður fyrir að hafa banað herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, í sumar en fór hann yfir nóttina örlagaríku í dómsal í morgun.

Maciej segist hafa komið til Íslands í leit að vinnu en fyrst um sinn dvaldi hann hjá vini sínum. Eftir nokkrar vikur hafi þeir fundið herbergi fyrir hann að  Drangahrauni 12 þar sem Jaroslaw Kaminski var búsettur. Hann segist hafa samið við Jaroslaw að hann skyldi greiða honum 110 þúsund krónur mánaðarlega fyrir herbergi og internet. Skömmu eftir að Maciej flutti inn hafi slest upp á vinskapinn og vandamál komið upp í tengslum við sambúðina.

„Þá kom þessi dagur, föstudagur, þar sem ég drap hann. Við vorum að drekka vodka um klukkan 19 til 20 um kvöldið.“ sagði Maciej og bætti við að þeir hafi drukkið um það bil einn lítra af vodkanum. Í kjölfarið hafi þeir farið að rífast en ákveðið að fara út á lífið í Hafnarfirði. Herbergisfélagarnir komu heim undir morgun og segist Maciej hafa ákeðið að segja Jaroslaw að hann ætlaði sér ekki að greiða honum neitt umfram það sem samið hafi verið um, en um það snerust deilur mannanna.

„Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann,“ sagði hann og bætti við að eftir það hafi hann stungið hann. Jaroslaw var stunginn ítrekað í höfuð og efri hluta líkamans en Maciej segist hafa yfirgefið íbúðina eftir ódæðið. Þá kvaðst hann ekki hafa munað símanúmerið hjá sjúkrabíl og því hafi hann hringt í vini sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -