Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands og forseti hjálpasamtakanna Solaris, segir ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra í Eldhúsdagsumræðunum í gær, hafa einkennst af útlendingaandúð og fordómum í garð flóttafólks.
„Útlendingaandúð og fordómar í garð flóttafólks birtast með ýmsum hætti. Meðal annars í fínni orðræðu, flutt af konu í kjól með varalit! 💄“ Þannig hefst Instagram-færsla Semu Erlu sem vakið hefur athygli. Í færslunni birtir hún brot úr ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún talar um hælisleitendur.
Hún heldur áfram:
„Það eru mannréttindi að sækja um alþjóðlegra vernd. Ekki glæpur, eða vandamál sem þarf að bregðast við, eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna.“
Að lokum segir hún orðræðuna einkennast af „hvítri yfirburðahyggju og forréttindablindu“.
„Þessi orðræða, sem einkennist af hvítri yfirburðahyggju og forréttindablindu, er með því ógeðfelldara sem heyrst hefur hjá ráðherrum í ríkisstjórn Íslands, og það er Alþingi til háborinnar skammar að svona hrokafull og hættuleg orðræða, sem ýtir undir hatur, fái að viðgangast þar óáreitt!“
Hér fyrir neðan má hlusta á ræðubrotið:
View this post on Instagram