Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sakar Íslendinga um hræsni og molbúahátt: „Ekki er nóg að byggja hótel og kaupa bílaleigubíla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson segir Íslendinga marga vera hræsnarar og molbúa í nýjustu Facebook-færslu sinni og á þá við viðhorf þeirra til erlendra ferðamanna sem sækir landið heim.

Hinn beitti samfélagsrýnir, Björn Birgisson vill meina að margir Íslendingar séu sekir um mikla hræsni og molbúahátt. Ástæðan sé sú að fjöldi Íslendinga eru á því að hér sé of mikið af erlendum ferðamönnum og að ágangur þeirra sé of mikill. „Svo fer þetta sama fólk í frí til útlanda og yrði vafalaust snarbrjálað ef því væri tilkynnt að það væri ekki velkomið vegna þess sama og það tilgreinir sem ástæðu fyrir takmörkunum hér!“ skrifar Björn og bendir á að móttaka ferðamanna kalli á „skipulag, stjórnun og fjármagn til að vernda viðkvæma staði“. Segir hann að lokum: „Ekki er nóg að byggja hótel og kaupa bílaleigubíla“.

Hér má sjá færsluna:

„Hrikaleg hræsni og molbúaháttur.

**********
Fólk er margspurt um hvað því finnist um þann fjölda ferðamanna sem heimsækir landið.
Margir, eiginlega mjög margir, eru á þeirri skoðun að þeir séu orðnir allt of margir og að landið sé eiginlega uppselt og ágangur þessara gesta sé orðinn allt of mikill.
********
Svo fer þetta sama fólk í frí til útlanda og yrði vafalaust snarbrjálað ef því væri tilkynnt að það væri ekki velkomið vegna þess sama og það tilgreinir sem ástæðu fyrir takmörkunum hér!
Það er oftast nær gríðarmikil traffík á vinsælum ferðamannastöðum í sólríkum löndum, en aldrei verður þess vart að heimamönnum sé meinilla við erlenda eða innlenda ferðamenn.
Hingað koma ferðamenn til að upplifa náttúrufegurð norðursins, eitthvað nýtt og spennandi, leggja mikla fjármuni í það ferðalag, og það væri fyrir neðan allar hellur að það fólk fengi stíft á tilfinninguna að það sé ekki velkomið í landinu.
Að taka á móti ferðamönnum kallar á skipulag, stjórnun og fjármagn til að vernda viðkvæma staði.
Ekki er nóg að byggja hótel og kaupa bílaleigubíla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -