Þorvaldur eldfjallafræðingur er sama um álit annarra.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla-og bergfræði við Háskóla Íslands, telur að það séu um það bil 60% líkur á eldgosi á næstunni. Fólk á Grindavíkursvæðinu er óttaslegið vegna eldgosahættu og Bláa lóninu hefur nú verið lokað, tímabundið, meðan málin skýrast á næstu dögum. Í nótt reið yfir jarðskjálfti sem mældist 5 á ritcher og þrír aðrir sem mældust yfir 4.
„Ef ég tek líkurnar, sem er hrein og bein ágiskun, þá held ég að það líkurnar á að það gjósi fljótlega séu 60/40. Við getum því miður ekki sagt nákvæmlega til um stöðuna en ef við ætlum að reyna að vernda þá innviði sem eru þarna þá verðum við að fara út í varnaraðgerðir núna,“ sagði Þorvaldur í samtali við mbl.is um málið og telur að fólk eigi að vera undirbúið til að yfirgefa svæðið.
„Svartasta myndin er alls ekki sú líklegasta en hún er enn þá inni í myndinni og þá verðum við að gera ráð fyrir því í öllum okkar aðgerðum og viðbrögðum. Ég myndi frekar vilja kalla eftir rýmingu oftar og líta út eins og kjáni í fjölmiðlum heldur en að vera með mannslíf undir.“