Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Klón Sáms er komið í heiminn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ár er liðið síðan Ólaf­ur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, greindi frá í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2 að Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, hefði látið taka sýni úr hundi sínum Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Klón Sáms er nú komið í heiminn.

 

Það var í september á þessu ári sem Dorrit sagði frá því á Instagram að hún biði spennt eftir svörum frá líf­tæknifyr­ir­tækinu Via­Gen um hvernig upp­setn­ing fóst­ur­vísa, sem inni­héldu frum­ur hunds­ins Sáms, hefði tek­ist. Ferlið virðist hafa gengið eins og í sögu því klónið er komið í heiminn. Hvolpurinn fæddist 25. október.

Dorrit birti tvær myndir af hvolpinum, sem hún kallar Samson, á Instagram fyrr í kvöld. Í myndatexta segir hún Samson vera 750 grömm og heilbrigðan

Þess má geta að Sámur drapst í janúar, þá 11 ára gamall. Ólafur gaf Dorrit Sám um sumarið 2008. Hann var blanda af íslenskum og þýskum hundi.

Skjáskot af Instagram-síðu Dorritar.

Sjá einnig: Nokkrar staðreyndir um hund Dorritar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -