Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Samfylkingin með pálmann í höndunum – Vinstri grænir og Píratar falla af þingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfylkingin er sigurvegari þingkosninganna en þegar beðið er eftir síðustu tölunum hefur flokkurinn náð að bæta við sig níu þingsætum með 21,6 prósent atkvæða. Vinstri grænir og Píratar þurrkast út af þingi.

Stjórnarflokkarnir gætu tapað átján þingsætum ef síðustu tölur sem enn er beðið eftir, breyta engu. Gerist það, eru það jafn mörg þingsæti og Samfylkingin og Vinstri græn töpuðu í þingkosningunum 2013.

Sjálfstæðisflokkurinn nær svokölluðum varnarsigri en tapar þó tveimur þingsætum frá síðustu kosningum en flokkurinn nær 19,6 prósent atkvæðum ef ekkert breytist. Flokkurinn hafði mælst mun lægri í skoðanakönnunum fyrir kosningar. Viðreisn nær ellefu þingmönnum miðað við stöðuna með 16 prósent atkvæða og bætir þannig sex mönnum. Flokkur fólksins nær einnig að bæta við sig þingmönnum með sín 13,8 prósent en Inga Sæland og félagar hennar bæta fjórum þingmönnum við og fá 10 menn inn á þing. Þrátt fyrir að Miðflokkurinn mælist ekki jafn hár og hann hafði gert í skoðanakönnunum undanfarið, nær flokkurinn að bæta heilum fimm þingmönnum við sig með 11,5 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn býður afhroð í kosningunum með aðeins 7,6 prósent atkvæða en flokkurinn tapar átta þingmönnum. Sósíalistar ná ekki manni inn á þing en þau hafa aðeins fengið 3,7 prósent atkvæða þegar beðið er eftir síðustu tölum. Píratar og Vinstri grænir falla af þingi en Píratar fá aðeins 2,9 prósent atkvæða og Vinstri grænir 2,3 prósent. Lýðræðirflokkurinn fékk aðeins eitt prósent atkvæða.

Það er því ljóst að miklar breytingar eru framundan á ríkisstjórninni en núverandi stjórnarflokkar eru aðeins með 18 þingsæti í augnablikinu. Þyrftu þeir að bæta einum flokki við ef Samfylkingin myndi bætast við, annars tveimur af hinum þremur flokkunum á þingi, Viðreisn, Flokki fólksins eða Miðflokknum.

Fari svo að enginn af núverandi stjórnarflokkum tæki þátt í nýrri stjórn væri það aðeins í þriðja skipti sem slíkt gerist.

Enn er beðið síðustu talna í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -