Samfylkingin bætir við sig tæpum 3% í nýrri könnun Maskínu eftir hafa tapað fylgi um nokkurt skeið en samkvæmt könnun Maskínu detta Píratar út af Alþingi en flokkurinn mælist aðeins með 4,3% fylgi eftir að hafa náð yfir 5% í seinustu könnun. Miðflokkurinn stendur í stað og Framsóknarflokkurinn tapar tæpum 2% en Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að bæta örlítið við fylgi sitt. Hægt er að sjá nýju tölurnar og gömlu hér fyrir neðan: Samfylkingin – 22,7% – var 20,1% Viðreisn – 20,9% – var 19,9%
Sjálfstæðisflokkurinn – 14,6% – var 13,4%
Miðflokkurinn – 12,6% – var 12,6%
Flokkur fólksins – 8,8% – var 9,2%
Framsóknarflokkurinn – 5,9% – var 7,3%
Sósíalistaflokkurinn – 5,0% – var 6,3%
Píratar – 4,3% – var 5,1%
Vinstri græn – 3,1% – var 3,4%
Lýðræðisflokkurinn – 1,6% – var 2,1%
Ábyrg framtíð – 0,6% – var 0,6%