Föstudagur 21. febrúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins en greint er frá því í tilkynningu frá Landsbankanum.

„Með sáttinni fellst bankinn á að sérstök kjör á tryggingum TM verði ekki háð því að laun viðskiptavinar verði greidd inn á reikning hjá bankanum. Þar með hefur skilyrðum í kaupsamningi um samþykki eftirlitsaðila verið fullnægt. Áætlað er að bankinn fái TM afhent að loknu uppgjöri við Kviku banka hf. 28. febrúar nk.

Umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi, sem undirritaður var í maí 2024, var 28,6 ma.kr. og miðast það við efnahagsreikning TM í upphafi árs 2024. Endanlegt kaupverð verður aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -