Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir stendur þétt við bakið á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem í færslu á Facebook jós háði yfir tvo andstæðinga sinna innan Eflingar.
Leik- og sjónvarpskonan ástsæla Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hlekkjar færslu frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Steinunn tekur þar undir orð verkalýðsforingjans sem hæðist að þeim Agnieszku Ewu Ziółkowska og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur vegna afstöðu þeirra í kjarabaráttu Eflingar. Segir leikkonan að Sólveig Anna sé „að vonum reið“ og að ýmsum muni mislíka er hún segir það „umbúðalaust“. Kallar hún framferði Ólafar og Agnieszku brúðuleikhús. Færsluna má lesa hér að neðan:
„Sólveig Anna er að vonum reið. Umbúðalaust segir hún það og ýmsum mun mislíka. Ég veit satt að segja ekki hvernig ætti að setja þetta í orð öðruvísi svo vel skiljist. Ólöf er ekkert bara að höfða einkamál engum til framdráttar nema sjálfri sér, hún er beinlínis að vera með vesen til að koma Eflingarfólki illa undir því yfirskini að hún sé einhverskonar frelsandi…hm… réttlætisriddari. Agnieszka túlkar greinargerðir Eflingar sigri hrósandi á þann hátt að ef SA detti í hug að loka fyrirtækjum sínum, alveg sama af hvaða tilefni þá beri verkfallssjóðum að standa straum af því. Ekki er öll vitleysan eins. Ég er áfram afskaplega hissa á framkomu þessara tveggja Samfylkingarkvenna sem starfa að verkalýðsmálum innan flokksins að haga sér svona. Og hafi maður séð brúðuleik þá er þetta brúðuleikhús á heimsmælikvarða!“