Miðvikudagur 1. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Samningar nánast í höfn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair er við það að ná samningum við flugmenn sína. Nánar verður fjallað um væringar og vandamál á íslenskum flugmarkaði í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Samkvæmt heimildum Mannlífs kveður samningurinn á um 25 prósenta launalækkun flugmanna og hafa þeir meðal annars gefið eftir frídaga og eru tilbúnir til að auka vinnuframlag

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jón Þór Þorvaldsson, hefur áður staðfest að lítið beri á milli í viðræðum við flugfélagið. Stíf fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og fram á kvöldið. Liklegt verður því að teljast að samningur við flugmenn verði tilkynntur á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum Mannlífs kveður samningurinn á um 25 prósenta launalækkun flugmanna og hafa þeir meðal annars gefið eftir frídaga og eru tilbúnir til að auka vinnuframlag. Formaðurinn var bjartsýnn og sagði viðræðurnar ganga vel í samtali við mbl.is um kvöldmatarleytið. Vonir standa til að samkomulag náist í kvöld.

Enn er allt stál í stál á milli Icelandair og flugfreyja. Svo virðist sem þær standi einar eftir gegn flugfélaginu en samkvæmt heimildum Mannlífs eru kröfur Icelandair mun vægari en komið hefur fram í fjölmiðlum, eða nokkuð í anda þess sem flugmönnum hefur boðist. Grunnlaun flugfreyja eru þó talsvert lægri en flugmanna. Þá herma heimildir Mannlífs einnig að stjórn og forstjóri Icelandair hafi nú þegar lækkað laun sín um 30 prósent og allir helstu stjórnendur félagsins um 20 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -