Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ríkisstjórnarfund í fyrramálið.
Aðgerðarsinnar hafa boðað til samstöðufundar fyrir Yazan Tamimi í fyrramálið klukkan 8:15. Safnast á fyrir framan Hverfisgötu 4 þar sem ríkisstjórnin hyggst funda. Eins og alþjóð veit var gerð tilraun til að vísa hinum 11 ára Yazim úr landi í nótt en á síðustu stundu var ákveðið að fresta því, að beiðni félagsmálaráðherra.
Í viðburðalýsingu samstöðufundarins á Facebook segir:
„Hittumst á Hverfisgötu 4 kl. 8:15 á morgun, þriðjudaginn 17. september. Stöndum saman sem eitt og sýnum ríkistjórninni að við höfum ekki gleymt mennskunni og viljum sýna í verki að ofbeldi gegn börnum sé ALDREI boðlegt. Yazan á heima hér.“