Föstudagur 14. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Samtökin ’78 hafa kært fimm einstaklinga frá 2023: „Við látum reyna á þau lög sem eru í landinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið hefur verið fjallað um málefni trans fólks á Íslandi á undanförnum árum og hefur umræðan að miklu leyti snúist um bakslag sem sumir telja hafa myndast í baráttu trans fólks. Hluti af þessu bakslagi er orðræða einstaklinga sem eru lítið hrifnir af tilvist trans fólks og hafa nokkrir þekktir einstaklingar, þar á meðal frambjóðendur til Alþingis, tjáð sig á neikvæðan máta um hinsegin fólk.

Fyrir stuttu var fjallað um að Samtökin ’78 hefðu kært Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna ’22, til lögreglu fyrir ummæli sem hann hefur látið falla í gegnum árin. Eldur er þó aðeins einn af fimm sem samtökin hafa kært frá lok 2023 fyrir ýmiss ummæli. Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, staðfesti í samtali við Mannlíf að samtökin hefðu einnig kært Pál Vilhjálmsson, Friðgeir Sveinsson, Helgu Dögg Sverrisdóttur og ónefndan meðlim Samtakanna ’22.

Samtökin telja ummæli þeirra og málflutning vera brot á almennum hegningarlögum (233. gr. a).

Af hverju eru Samtökin ’78 að kæra þetta fólk?

„Við erum félag hinsegin fólks á Íslandi og við látum reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Þegar fólk kallar okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrða að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi þá tökum við það alvarlega. Það eru lygar og málflutningur sem vegur að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus,“ sagði Kári í svari til Mannlífs um málið.

- Auglýsing -

Hvað vilja samtökin fá úr þessum kærum?

„Samtökin ‘78 hafa ekki gert sér upp neina draumaniðurstöðu í þessum málum. Við treystum lögreglu og dómskerfinu að meðhöndla þessi mál af fagmennsku.“

„Öll eru þessi mál enn til meðferðar hjá lögreglu, annað hvort í rannsókn eða ákærumeðferð, eftir því sem við vitum best,“ sagði framkvæmdastjórinn að lokum.

- Auglýsing -

Hægt er að lesa ummæli þeirra sem samtökin hafa kært hér fyrir neðan

Páll Vilhjálmsson (kæra lögð fram 25. október 2023)

[…] ummælum sem birtust á vefmiðlinum www.pallvill.blog.is hinn 13. september 2023 og hljóða svo:

„Samtökin 78: Regnhlíf fyrir tælingu barna

Í grunnskólum Reykjavíkur er BDSM-kynlífi haldið að börnum. BDSM stendur fyrir drottnun, undirgefni, kvalarlosta og píningarnautn. Samtökin 78 reka BDSM-deild. En það eru einmitt Samtökin 78 sem útvega kennsluefni í kyn- og kynlífsfræðslu grunnskóla Reykjavíkur og sjá um þjálfun og kennslu.

Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna. Þegar samtökin eru afhjúpuð er það kallað upplýsingaóreiða. En það er ekki óreiða að sjá hlutina í réttu samhengi.

Á RÚV segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, ,,að námsefninu ætlað að sporna gegn áhrifum kláms.“ Það er léleg afsökun fyrir að klæmast í kennsluefni.

Námsefnið kennir börnum að fróa sér í baðkari og segir um nektarmyndartöku barna: ,,Þú átt þinn líkama og mátt taka myndir af honum, en þarft þess alls ekki.“

Menntamálastofnun gefur út rit í anda boðskapar Samtakanna 78. Forstjórinn segir í Kastljósi að ekki sé fjallað um sjálfsfróun í ritinu. Fréttin afhjúpar ósannindin. Í ritinu grasserar efni sem á ekki heima í leik- og grunnskólum.

Kennsluefnið er tæling dulbúin sem upplýsingar. Meðfædd blygðunarsemi barna er skipulega brotin niður. Börn eru gerð móttækileg fyrir þátttöku í kynlífi og það jafnvel ofbeldiskynlífi – BDSM. Börn eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um að þau séu mögulega fædd í röngu kyni. Ringluð börn og óörugg eru síður í stakk búin að veita viðnám fullorðnum með eitthvað misjafnt í huga. Út á það gengur tælingin.

Samtökin 78 er lífskoðunarfélag fullorðinna með jaðarhugmyndir um kyn og kynlíf. Líkt og aðrir sértrúarhópar á félagsskapurinn sinn tilverurétt – í heimi fullorðinna. Á RÚV er haft eftir Helga sviðsstjóra að kennsluefnið sé unnið af sérfræðingum Samtakanna 78.

Vottar Jehóva eru sérfræðingar í trúmálum. Ekki er þeim boðinn aðgangur að leik- og grunnskólabörnum. Ekki er kennsluefni frá vottunum notað í skólum. Almennt hafa lífsskoðunarfélög ekki aðgang að leik- og grunnskólum. Sérviskusjónarmið um lífið og tilveruna hafa sinn vettvang í félagasamtökum fullorðinna. Ágengni samtaka gagnvart börnum sýnir að undir fagurgala um fjölbreytileika er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, vammlausri og óreyndri æsku sem býr ekki að stálpaðri
dómgreind. Fullorðinn sem talar fávisku ofan í börnin, t.d. að hægt sé að fæðast í röngu kyni, nýtir sér barnslegt sakleysi óharðnaðra ungmenna. Foreldar vakna upp við þann vonda draum að kyn- og kynlífspælingar sem þeim dytti aldrei í hug að halda að börnum sínum er skipulega flaggað framan í börnin þegar foreldar eru fjarri.“

Friðgeir Sveinsson (kæra lögð fram 25. október 2023)

18. júlí 2023: „Ég ætla bara að segja það upphátt!! Þetta er fyrrverandi fræðslustjóri Samtakanna78.. Og þetta er „KARLMAÐUR“ Samtökin78 eru í mínum huga ekkert annað í dag en hagsmunasamtök barnaníðinga og annara perverta sem eru að leita að auðveldum fórnarlömbum.. Og svo má ég alls ekki ræða það af því að þá er ég víst „Transfóbískur“… Ég er ekkert hræddur við kynferðislega brenglað fólk.. Og ég vill ekki sjá þessa perverta í umgengni við börn.. Og alls ekki að þetta brenglaðra fólk stundi einhverskonar „Kynfræðslu“ í skólum.. Þar sem börn þurfa, og verða að sitja undir þessum perverta áróðri er ekki í lagi.. Í raun alger skandall að umburðarlindi með geðsjúkdómum leiði til 2 þess að kynferðislega stórbrengluðu fólkisé bókstaflega hleypt að börnum…. Væntanlega til að skoða hvað er í boði…Finna hentug fórnarlömb.. þetta er sturlun.. Alger sturlun… Og Nei, ég mun ekki biðjast afsökunar á því að benda á hið augljósa“

26. ágúst 2023: „Og það þarf líka að fara stoppa þetta hérlendis.. Samtökin 78 hafa að mínu mati verið stórhættuleg börnum síðan að Trans Geðsjúklingarnir tóku þau yfir. Samtökin 78 hafa sett ofuráherslu á að ná til barna… Og ég endurtek her með þá skoðun mína að hegðun og áherslur Samtakanna 78 er að mínu mati ekkert annað en hegðun barnaníðinga á veiðum.“

9. september 2023: „Það er blákalt mat mitt að hegðun samtakanna 78 er ekkert annað en barnanýð. Þetta er að mínu mati bæði geðveikt og kynferðislega brenglað fólk sem hefur með orgi, ofsóknum og yfirgangi hrætt þetta auma lið hjá Reykjavíkurborg og Menntastofnun til að gefa eftir.. Það eru pervertar að fara inní kennslustofur að innræta börn á mótunaraldri með lygum og pervertisma… Væntanlega til að geta byrjað að misnota þessi börn sem fyrst.. Má segja að þessir kynferðislega brengluðu geðsjúklingar séu að undirbúa veisluborð framtíðarinnar… Það eru bara til tvö kyn.. Restin er alger geðveiki og þessi geðveiki er komin markvisst inní grunnskóla ungra barna.. Það á að kalla hlutina réttum nöfnum!!“

10. september 2023: „Sem betur fer eru einstaklingar að þora standa í lappirnar gegn þessari geðsturluðu þróun sem Trans Activistar eru að troða uppá börn. – Ég ítreka hér þá skoðun mína að Samtökun 78 séu ekkert annað en Hagsmunafélög Barnaníðinga á veiðum.. Og það á að halda slíku fólki frá börnum.. Það á ekki að hleypa pervertum í greddukasti inní kennslustofur að skoða börn til að innræta með geðveiki..“

Meðlimur Samtakanna 22 (kæra lögð fram 25. október 2023)

[…] með færslu sem birt var á samfélagsmiðlum Samtakanna 22, þ.e. „Facebook“, hinn 29. ágúst 2023 og hljóðar svo: „I mean, that rag! Using infants to satisfy an obvious paraphilic sexual fetish in men is called P-e-d-o-p-h-i-l-i-a!“

Hinn 29. ágúst 2023 deildi meðlimur Samtakanna 22 áðurnefndum ummælum með eftirfarandi orðum: „Þetta er ekki hreyfing sem við heyrum til í. Ef það er ekki augljóst núna, þá hvenær ?“.

Helga Dögg Sverrisdóttir (kæra lögð fram 8. febrúar 2024)

1. 20. febrúar 2023: „Kynferðisleg áreitni í boði þingmanna í búningsklefum kvenna: og fleiri verða fyrir því þegar fjölgun karlmanna sem skilgreina sig sem konu er veruleiki í búningsklefum kvenna í sundlaugum landsins. […] Að karlmaður, sem skigreinir sig sem konu, og hefur líffæri karlmanns lætur sjá sig í búningsklefa stúlkna er auðmýkjandi og móðgandi aðstæður. Verið að msibjóða virðingu stúlkna og kvenna. Það þarf ekki mikið til að karlmaður sem skilgreinir sig sem komu geti viðhaft grófari kynferðislega áreitni við sundlaugagesti, konur, unglingsstúlkur og stúlkubörn. Gæti orðið stutt í nauðgun. Þingmenn bjóða upp á möguleikann og hættuna. Endurheimtum svæði kvenna og látum ekki bjóða stúlkubörnunum okkar upp á þetta.“

2. 23. mars 2023: „Í skjóli hugmyndafræði kvenna má ýmislegt gera. Karlar gerast transkonur til að komast í kvennafangelsi, í kvennaíþróttir og inn á einkasvæði kvenna.“

3. 13. apríl 2023: „Styttir í að trans aðgerðasinnar verði eins og hryðjuverkamenn. Taka þarf á þeim sem slíkum, fyrr en seinna.“

4. 14. apríl 2023: „Flestar hafa horfið í kynleysuvitleysuna og geta ekki varið réttindi kvenna. Engin kona er með lim. Líffræðin er einföld. Annað tveggja karl eða kona. Þessi baráttukona segir réttilega í viðtalinu, trans-aðgerðarsinnar gera alla vinnuna fyrir mig. Þeir hafa sér dólgslega, trufla konur þegar þær tala, ógna þeim og tilbúnir að drepa til að þagga niður í konum. Hún vill ekki láta gelda börnin með lyfjum. Hún vill ekki transvæða börn. Hún vill ekki transkonur inn í kvennarými, s.s. íþróttum, fangelsi.“

5. 2. júlí 2023: „Í því samhengi er bent á að ungar stúlkur mega þola að karl sem skilgreinir sig sem konu kemur í einkarými kvenna. Samtökin hafna, stúlknanna vegna að það sé lagalegur réttur karlanna. Sama gildir um konur sem skilgreina sig sem karlmann og aðgang að einkarýmum karla. Orðið hér að neðan voru smíðuð þannig að orðið kona og karl komi ekki fyrir þegar talað er um trans fólk. Slíkt ruglar marga. Trans kona- er ekki kvenmaður. Trans maður- er ekki karlmaður. Finnum góð íslensk orð yfir þessi orð og komum þeim inn í tungumálið. Transvestite: Einhver sem hefur ánægju af að klæðast fötum hins kynsins. Transsexual: Sá sem fer í kynskiptiaðgerð.“

6. 14. ágúst 2023: „Þeir karlmenn sem líkar að ganga í kjólum og vera málaðir af því það trekkir þá og þeim þykir það skemmtilegt ásamt fleiru eigum við að kalla klæðskiptinga ekki trans. Hægt að þéna vel á öllum þeim karlmönnum sem venjulega ganga ekki í konufötum og nota farða ef bara aðeins lítill hluti þeirra byrjaði á því.“

7. 25. ágúst 2023: „Áróðurinn að trans-kona sé kona er lygi“

8. 11. september 2023: „Að troða þessu upp á börn í grunnskóla er fyrir neðan allar hellur. Í listanum má sjá ,,cis“ eða ,,sis“ sem enginn notar um konur nema trans-fólk. Það eru ekki til neinar aðrar konur nema líffræðilega fæddar konur og því er þetta uppnefni óþarft, 3 óviðeigandi og móðgandi. Hvað þá að heilaþvo 7-10 ára börn með þessum orðum.“

Eldur Smári Kristinsson (kæra lögð fram 25. júní 2024)

1. 19. nóvember 2022: „Það er okkar upplýsta skoðun að hér átti að greiða götur kynjafræðinga og trans öfgasinna til að gera ólögráða börn að lyfjaþrælum fyrir lífstíð.“

2. 1. júní 2023: „It‘s this month again folks. Now every big corporation will alter their logos to appease all the little führers in the cult of validation and we will hear nothing else than trans, trans, trans, translesbians, girl dick this and that and all in the name diversity and compassion. They love the Berlin 1939 style decor don‘t they? (Image is from Regents Street in London 2022)“

3. 29. ágúst 2023: „I mean, that rag! Using infants to satisfy an obvious paraphilic sexual fetish in men called P-e-d-o-p-h-i-l-i-a!“

4. 2. apríl 2024: „Þessi ,,löngun‘ ‘ er kynferðislegt blæti sem kallast „autogynephilia“ á ensku, en ég hef sjálfur íslenskað hugtakið í ,,kvensjálfsímyndunarblæti“. Þegar karlmenn eru farnir að nota UNGABÖRN til þess að sinna kynferðislegum pervertskap sínum, þá erum við kominn í algjöra botnleðju. Hversu djúp er hún og hversu meðvirkt er samfélagið til í að vera!?“

5. 3. apríl 2024: „Alþingi heldur að karlmenn geti fætt börn. Þessi lög eru í bága við bæði barnasáttmála SÞ og í bága við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu er varðar rétt barns til þess að þekkja líffræðilegan uppruna sinn. Manneskjur sem fæða börn kallast konur. Konursem fæða börn eru alltaf líffræðilegar mæður barna sinna. Alveg óháð hvað vanstillt Alþingi segir.“

6. 9. apríl 2024: „Af hverju eru Samtökin ’78 að grooma 10 ára krakka í 5.bekk? Hversu lengi ætlar fólk að vera meðvirkt?“

7. 8. maí 2024: „Sumir láta sér ekki nægja að koma fram fyrir þjóð sína, heldur veifa fána satanísks sertrúarsafnaðar sem vill helst gelda eins mörg börn og mögulegt er. #FreakShow #Eurovision2024 #12stig“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -