Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sanna: „Engin velferðarborg sættir sig við þá staðreynd að fjöldi barna fari svöng að sofa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að ekki sé hugað að öllum íbúum Reykjavíkurborgar, hinir fátæku sitji á hakanum.

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún fór yfir fund borgarstjórnar Reykjavíkur um fátækt og ójöfnuð sem haldinn var á dögunum en þar barst talið að fátækt barna. „Ég hélt að umræðan um slíkt yrði auðveldari með tímanum en það er ekkert auðvelt við það að ræða um fátækt og birtingarmyndir hennar,“ skrifar Sanna og fer svo yfir skilaboð hennar á fundinum.

Segir Sanna að á síðasta borgarstjórnarfundi hafi fulltrúar meirihlutans dregið upp mynd af Reykjavíkurborg þar sem Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hafi látið eftirfarandi orð falla: „Þetta er jafnaðarborg, þetta er velferðarborg og þetta er borg sem hugsar til framtíðar, mjög langrar framtíðar.“ Segir hún Dag einnig hafa talað um að taka þurfi ákvarðanir út frá staðreyndum og gögnum. Þá vitnar hún einnig í Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem sagði meðal annars: „Núna erum við stödd hér á áratug uppbyggingar húsnæðis, það er hugað að öllum íbúum borgarinnar, ólíkum hópum.“

Sanna segir þetta ósatt. „Slíkt er fjarri lagi þar sem stór hópur er sífellt skilinn eftir í húsnæðiskrísu. Svo ég vísi í tölur og gögn þá bíða nú 691 eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði vegna mjög erfiðra félagslegra- og fjárhagslegra aðstæðna og þurfa að gera ráð fyrir því að bíða í um 16 mánuði eftir viðeigandi húsnæði.“ Bætir hún svo við: „Og þá hef ég ekki nefnt þau sem búa við skort og erfiðar og hættulegar húsnæðisaðstæður en komast þó ekki inn á þennan biðlista. Ekki metinn í nægilega mikilli þörf, þó að þau séu fátæk. Veruleikinn sem blasir við okkur er andstæða borgar sem hugar að öllum íbúum borgarinnar.“

Sönnu er einnig umhugað um heimilislausa karlmenn. „Borg sem hugar að ólíkum hópum myndi svara þeirri eðlilegri kröfu heimilislausra karlmanna um að fá að dvelja inni í skjóli frá frosthörkunni. Og nei það leysir ekki vandann að þurfa að fara úr gistiskýli klukkan 10 um morguninn til þess að koma þér á annan stað sem tekur ekki á móti þér fyrr en klukkan tvö um daginn.“
Lokaorð Sönnu eru sterk. „Engin velferðarborg sættir sig við þá staðreynd að fjöldi barna fari svöng að sofa vegna þess að það er ekki til matur heima, engin velferðarborg sendir skuldir fátæktra Reykvíkinga til innheimtufyrirtækja sem hagnast á vanda þeirra.

Fátækt er staðreynd í þessari borg sem og ójöfnuður. Það er ekki hugað að öllum íbúum borgarinnar, þar sem stór hópur er alltaf skilinn eftir til að glíma við fátæktina og draga þungu afleiðingar hennar með sér í gegnum lífið.
Við vinnum ekki gegn fátækt með því að segja að hér sé allt í himnalagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -