Sanna Magdalena Mörtudóttir segir markmið sitt í lífinu vera það að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öllum öruggt heimili án fátæktar.
Hin nýkjörni formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Sósíalistinn Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifaði Facebook-færslu þar sem hún segir segir frá því af hverju hún gekk í raðir Sósíalistaflokksins á sínum tíma:
„Markmið mitt í lífinu er að gera það sem hægt er til að tryggja að við getum öll átt öruggt heimili laus undan fátækt. Það tekur sinn tíma en er barátta sem er nauðsynlegt að taka þátt í. Þess vegna fór ég að starfa með Sósíalistahreyfingunni sem síðar leiddi til þess að ég og aðrir félagar komumst inn í borgarstjórn. Miklar breytingar urðu í borginni þann 21. febrúar 2025 þegar samstarf fimm flokka tók gildi. Samstarf sem byggir á félagslegum grunni þar sem við einblínum á lífsgæði í Reykjavík. Sósíalistaflokkur Íslands er því í fyrsta skipti að taka þátt í meirihlutasamstarfi.“
Í seinni hluta færslunnar segist Sanna vona að reynsla hennar af fátækt komi sér að notum í starfi hennar í borginni og segist hún ætla að nýta þá rúmu 14 mánuði sem eftir eru af kjörtímabilinu til að laga það sem þurfi að laga.