Sanna Magdalena Mörtudóttir setur spurningamerki við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kynnti í gær þau frumvörp sem hún hyggst leggja fram á komandi þingi en þar sagðist hún ætla að stíga stór skref í málefnum öryrkja og fátækra á þessu ári. Borgarfulltrúi Sósíalista, Sanna Magdalena Mörtudóttir virðist hins vegar ekki finnast skrefin nógu stór hjá ríkisstjórninni en hún skrifaði færslu á síðu Sósíalista á Facebook þar sem hún skrifaði:
„Ríkisstjórnin segist ætla að stíga stór skref í velferðarmálum á árinu 2025. Greint er frá því að jólabónus til tekjulægri öryrkja verði tryggður þar til búið er að lyfta þeim upp úr fátækt sem að verst standa. Það eru tíu mánuðir í desember. Hvað verður gert í millitíðinni fyrir fátæka öryrkja?“
Í athugasemd við færsluna hélt Sanna áfram en þar segir hún að lagafrumvarp til að stöðva kjaragliðnun og lífeyris, sem stendur til að samþykkja á vorþinginu, muni ekki hækka grunnupphæð lífeyris:
„Í kynningunni kom fram að það standi til að samþykkja á vorþingi lagafrumvarp til að stöðva kjaragliðnun launa og lífeyris. En snýr ekki slíkt eingöngu að þessari árlegri hækkun sem á sér stað og hvernig hún er reiknuð út? (Þar sem ný ríkisstjórn hefur tilkynnt að lífeyrir eigi að taka hækkunum til samræmis við hækkun launavísitölu en þó aldrei minna en verðlag.) Síkt er ekkert að hækka grunnupphæð lífeyris.“