Sanna Magdalena Mörtudóttir er komin með Covid-19.
Covid-19 faraldurinn er orðinn hluti af lífinu líkt og spáð hafði verið en smitum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi að undanförnu. Langflestir sem smitast veikjast ekki alvarlega og ná sér að fullu en það á þó ekki um alla, sér í lagi eldra fólk og viðkvæma.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúia Sósíalista sagði frá því á Facebook í dag að hún hefði nú í fyrsta sinn greinst með Covid.
„Þá vitum við það. Fyrsta skipti sem ég greinist með covid. Er ekki sú hressasta núna þannig þið vitið af því ef ég næ ekki alveg að svara öllu strax,“ skrifaði Sanna í færslunni.
Mannlíf sendir Sönnu innilegar batakveðjur!