Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sanna lenti í „hakkavél“ Stefáns siðfræðings: „Mér varð strax ljóst að þetta yrði frekar aggresíft“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir segist hafa lent í „hakkavél“ Stefáns E. Stefánssonar í Spursmálum á mbl.is, þegar hann spurði hana út í breytingar á skattalögum undanfarna áratugi.

Oddviti Sósíalista í Reykjavík suður, Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifaði Facebook-færslu eftir hádegi í dag þar sem hún segist hafa farið í „aggresíft“ viðtal hjá siðfræðingnum Stefáni E. Stefánssyni í Spursmálum þar sem hún var spurð út í skattalög.

„Ég lenti í hakkavélinni hjá Stefáni Einari í Spursmálum og mér varð strax ljóst að þetta yrði frekar aggresíft þar sem það átti að athuga með alfræðiþekkingu mína á breytingar á skattalögum undanfarna áratugi.“ Þannig hefst færsla Sönnu en hún segist í næstu orðum gera þá sjálfsögðu kröfu á sig að hún þekki þróun skattalagamála en að það sé erfitt að koma því til skila „í þessum kringumstæðum“, því vilji hún koma því til skila í færslunni.

„Set að sjálfsögðu þá kröfu á mig að ég þekki framvindu þessara mála sem hafa átt sér stað en í þessum kringumstæðum var erfitt að koma því á framfæri og kem ég því til skila hér:

Skattar sem voru lækkaðir á fjármagn og fyrirtæki á nýfrjálshyggjuárunum (á sama tíma og skatta á almennt launafólk voru hækkaðir):
Aðstöðugjald afnumið (sem var einskonar útsvar á fyrirtæki sem rann til sveitarfélaga)
Eignaskattar afnumdir
Tekjuskattar fyrirtækja lækkaðir
Fjármagnstekjuskattur lækkaður (fjármagnstekjur áður skattlagðar eins og launatekjur)
Efsta þrep erfðafjárskatts lækkað
Á sama tíma var:
Útsvar hækkað Persónuafsláttur lækkaður (fylgir ekki verðlagi)
Virðisaukaskattur hækkaður
Tryggingagjald hækkað (sem er í raun skattur á launafólk)

Lífeyrisiðgjöld hækkuð (niðurgreiðsla á eftirlaunum frá TR).“

Segir Sanna að lokum að þannig hafi skattbyrðin verið flutt frá hinum ríku og yfir til almennings.

„Með þessu var skattbyrði flutt frá hinum ríku, fjármagnseigendum og stærstu eigendum fyrirtækja, til almennings. Árið 1990 voru lágmarkslaun, elli- og örorkulífeyrir skattfrjáls.
Nú greiðir lágtekjufólk mörg þúsund krónur á mánuði, fólk sem á varla fyrir mat. Tekjuskattur fyrirtækja og fjármagnstekjuskattur eru lægstir á Íslandi á Norðurlöndunum.
Það er helsta ástæða fyrir vanfjármögnun grunnkerfa og innviða. Það hefur verið stefna stjórnvalda síðustu 35 árin að styrkja hin ríku frekar en byggja upp samfélagið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -