Sanna Magdalena Mörtudóttir segist hafa lent í „hakkavél“ Stefáns E. Stefánssonar í Spursmálum á mbl.is, þegar hann spurði hana út í breytingar á skattalögum undanfarna áratugi.
Oddviti Sósíalista í Reykjavík suður, Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifaði Facebook-færslu eftir hádegi í dag þar sem hún segist hafa farið í „aggresíft“ viðtal hjá siðfræðingnum Stefáni E. Stefánssyni í Spursmálum þar sem hún var spurð út í skattalög.
„Ég lenti í hakkavélinni hjá Stefáni Einari í Spursmálum og mér varð strax ljóst að þetta yrði frekar aggresíft þar sem það átti að athuga með alfræðiþekkingu mína á breytingar á skattalögum undanfarna áratugi.“ Þannig hefst færsla Sönnu en hún segist í næstu orðum gera þá sjálfsögðu kröfu á sig að hún þekki þróun skattalagamála en að það sé erfitt að koma því til skila „í þessum kringumstæðum“, því vilji hún koma því til skila í færslunni.
„Set að sjálfsögðu þá kröfu á mig að ég þekki framvindu þessara mála sem hafa átt sér stað en í þessum kringumstæðum var erfitt að koma því á framfæri og kem ég því til skila hér:
Lífeyrisiðgjöld hækkuð (niðurgreiðsla á eftirlaunum frá TR).“
Segir Sanna að lokum að þannig hafi skattbyrðin verið flutt frá hinum ríku og yfir til almennings.