Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Sanna vill hækka hlutfall félagsíbúða í Reykjavík: „142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„656 manns bíða nú eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Þarna er um að ræða lágtekjufólk sem býr við þunga framfærslubyrði og mjög erfiðar félagslegar aðstæður og þarf á húsnæði á að halda.“ Þannig hefst Facebook-færsla Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins.

Í færslunni sem hún birti í gær, fer hún yfir stöðuna á félagslega leiguhúsnæðismarkaðnum í Reykjavíkurborg.

„Talan 656 manns nær eingöngu utan um þau sem bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði en ekki þau sem eru á öðrum biðlistum borgarinnar að bíða eftir húsnæði sem hentar þeirra þörfum.

142 barnafjölskyldur eru á þessum biðlista og miðað við kaupáætlanir Félagsbústaða er ljóst að þeim er ætlað að bíða lengi eftir öruggu húsaskjóli. Kaupáætlanir Félagsbústaða gera einungis ráð fyrir því að fjölga almennum félagslegum leiguíbúðum um 375 á árunum 2024-2028.“

Þá segir Sanna að Sósíalistar leggi til að hlutfall félagslegra íbúða í borginni verði hækkað umtalsvert og bendir á aðrar borgir Evrópu þar sem hlutfallið er mun hærra.

„Borgaryfirvöld hafa mótað sér stefnu um að 5% íbúða í borginni eigi að vera félagslegar. Nú er hlutfallið rúmlega það. Sósíalistar í borginni leggja til að hlutfallið verði hækkað til þess að mæta þeim sem eru í þörf fyrir húsnæði.
Í öðrum borgum er félagslegt húsnæði miklu almennara. Sé t.a.m. litið til Vínarborgar í Austurríki sem byggir á langri hefð félagslegs húsnæðis þá er um fjórðungur í húsnæði á vegum sveitarfélagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -