Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Juventus á Ítalíu en liðið kvaddi hana á samfélagsmiðlum í dag. Hún spilaði tvö tímabil með liðinu.
Sara Björk hefur undanfarin áratug verið ein besta knattspyrnukona heimsins en hún var kjörinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018 og 2020. Sem atvinnumaður hefur hún spilað með FC Malmö, FC Wolfsburg, Olympique Lyonnais og Juventus og unnið marga titla á þeim tíma, meðal annars Meistaradeildina. Þá hefur hún spilað 145 landsleiki fyrir íslenska landsliðið en hún hætti að spila með landsliðinu árið 2022.
View this post on Instagram