Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Sara Lind fær enn eina framlenginguna – Verður forstjóri Ríkiskaupa til 29. febrúar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ráðningasamningur Söru Lindar Guðgeirsdóttur í stól forstjóra Ríkiskaupa hefur enn einu sinni verið framlengdur en hún var skipuð tímabundið í stöðuna í apríl af fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar.

Sjá einnig: Fjármálaráðherra sakaður um spillingu – Reynslulausri Söru Lind laumað í forstjórastól

Sara Lind Guðgeirsdóttir var í apríl á þessu ári skipuð tímabundið í stól forstjóra Ríkiskaupa, er Björgvin Víkingsson hætti sem forstjóri stofnunarinnar. Síðan Sara Lind tók við hefur aldeilis gustað um hana en hún var meðal annars sökuð um einelti og ógnarstjórnun en þann 8. september sagði hún upp fjórum reyndum starfsmönnum stofnunarinnar.

Sjá einnig: Sara rekur fólk frá Ríkiskaupum og starfsfólki brugðið: „Nei, þetta er hagræðing“
Sjá einnig: Neitar að tjá sig um meint einelti Söru Lindar: „Forvitinn um þessar nornaveiðar sem eru í gangi“

Ríkiskaup heyrir undir Fjármálaráðuneytið en lög um ríkisstarfsmenn kveður á að auglýsa þurfi starf laus hjá ríkisstofnunum en komist var hjá þeim lögum með því að ráða Söru tímabundið, en samningurinn náði til loka ágúst. En svo kom ágúst og engin auglýsing birtist eftir nýjum forstjóra. Kom á daginn að samningurinn var framlengdur fram til 31. desember.

Þann 29. nóvember sendi Mannlíf fyrirspurn á fjármálaráðuneytið þar sem spurt var um það hvenær ráðuneytið hyggðist auglýsa eftir umsóknum. Ekkert svar barst frá ráðuneytinu.

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði í Söru Lind sem staðfesti að ráðningasamningur hennar hafi verið framlengdur til 29. febrúar 2024.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -