Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sara rekur fólk frá Ríkiskaupum og starfsfólki brugðið: „Nei, þetta er hagræðing“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjórum einstaklingur var sagt upp hjá Ríkiskaupum þann 8. september síðastliðinn. Starfsaldur þeirra allra er í hærra lagi.

Sara Lind Guðbergsdóttir, tímabundinn forstjóri Ríkiskaupa, staðfesti við Mannlíf að fjórum starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá stofnuninni þann 8. september en það er 15 prósent af heildarfjölda starfsmanna Ríkiskaupa. „Uppsagnirnar eru bara komnar til vegna rekstrarlegra ástæðna,“ svaraði Sara Lind um ástæðu uppsagnanna.

Samkvæmt heimildum Mannlífs voru fjórmenningarnir allir að vinna á mismunandi sviðum Ríkiskaupa og í öllum tilvikum međ mestan starfsaldur á sínu sviđi. Samkvæmt sömu heimildum er starfsfólkinu brugðið.

Aðspurð hvers vegna svo reynslumiklum starfsmönnum er sagt upp, svaraði Sara Lind: „Þegar stofnanir standa frammi fyrir því að segja fólki upp vegna rekstrarlegra ástæðna, þá fer bara fram ákveðið mat, út frá verkefnum stofnunarinnar og kjarnaverkefnum, sem skila ákveðnum niðurstöðum sem hefur ekkert með það hver á í hlut.“

Segir Sara Lind að ekki sé stefnt á að segja fleirum upp hjá stofnuninni og ekki eigi að ráða nýja starfsmenn í stað þeirra sem nú hætta. „Nei, þetta er hagræðing vegna rekstrarlegra ástæðna, þannig að við höfum ekki svigrúm til að ráða í þessar stöður, eðlilega ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -