Miklar leysingar hafa verið síðastliðna daga og frá Efra-Breiðholti barst tilkynning um bílaleigubifreið fasta í snjóskafli. Lögreglan brást við og var ökumanninum var leiðbeint með úrlausn vandamálsins sem hann hafði komið sér í.
Af gefnu tilefni bendir lögreglan á að mikil hálka er víðsvegar á götum borgarinnar og því tilefni fyrir ökumenn til að fara varlega í morgunumferðinni.
Tilkynning barst lögreglu um eld í gámi í Grafarvogi. Tvö ungmenni voru grunuð um íkveikju. Málið leyst með aðkomu foreldra barnanna.
Í miðborginni var einstaklingur handtekinn grunaður um þjófnað, þess auki er hann grunaður um að dveljast ólöglega á landinu. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Tilkynning barst úr 201 Kópavogi um yfirstandandi innbrot á vinnusvæði. Hafðar voru hendur í hári innbrotsþjófsins og hann handtekinn á vettvangi og vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Íbúar til heimilis í 221 Hafnarfirði tilkynntu innbrot og þjófnað. Málið er í rannsókn.