Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Sátu í kyrrstæðum bíl undir áhrifum fíkniefna – Grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglu barst tilkynning um kyrrstæða bifreið í lausa gangi í Austurbænum í gærkvöldi. Tveir aðilar voru í bifreiðinni og báru þess merki að vera undir áhrifum fíkniefna. Báðir voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna, vopnalagabrot og gistu þeir því í fangaklefa lögreglu.

Á Seltjarnarnesi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir og ölvaðan mann sem var til vandræða. Lögregla kannaði hvort tveggja. Í Kópavogi var óskað eftir aðstöð lögreglu vegna þjófnaðar úr verslun og innbrot í geymslur. Síðar um kvöldið fann kvartaði íbúi í Hafnarfirði undan kannabislykt í fjölbýli en enga lykt var að finna þegar lögreglu bar að garði. Í Grafarvogi mátti finna kannabislykt úr bifreið sem lögregla stöðvaði. Ökumaður bifreiðarinnar bar merki þess að vera undir áhrifum vímuefna og var hann því handtekinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -