Guðný Harðardóttir sauðfjárbóndi er mjög ósátt við fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá Matvælaeftirlitsins.
Matvælaeftirlitið ákvað á dögunum að hækka gjaldskrá sína og auka eftirlitskostnað úr 270 krónum á grip í 2.200 krónur. Þessari ákvörðun hefur verið harðlega af Bændasamtökunum og Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og beðið Mast um að hætta við hækkunina.
Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi á Gilsárstekk i Breiðdal, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún segir frá erfiðri stöðu sauðfjárbænda. „Líklegast fer það að verða ríkisstjórninni ódýrara að koma mér bara fyrir á stofnun og flytja inn allt kjöt.“ Segir hún að riðutilfelli hjá vinkonu hennar rétt fyrir sauðburð í vor hafi haft mikil áhrif á hana. „Og svo þetta útspil MAST núna.“ Guðný segist þó ekki geta hugsað sér annað en að vera sauðfjárbóndi. „Sauðkindin auðgar mitt líf, er áhugamál mitt, líkamsræktin mín og jarðtengingin mín.“
Guðný gaf Mannlíf góðfúslegt leyfi til að birta færsluna en hana má lesa hér að neðan:
„Ég heiti Guðný og ég er sauðfjárbóndi.