Björn Birgisson samfélagsgrýnirinn frá Grindavík, tekur upp hanskann fyrir Svandísi Svavarsdóttur í nýrri Facebook-færslu.
Björn birti hlekk á frétt mbl.is um Óla Björn Kárason þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem þingmaðurinn segir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra kasta blautri tusku í stjórnarþingmenn með því að banna hvalveiðar í sumar. Við fréttina birti hann eftirfarandi færslu:
„Þetta framferði Svandísar Svavarsdóttur ætti í raun að gleðja Óla Björn Kárason, því nú veit hann að það geta fleiri en Jón Gunnarsson hegðað sér eins og fílar í postulínsbúð og ætt áfram án nokkurs tillits til samstarfsflokka og samráðherra.