Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Seðlabankinn gleður marga með vaxtalækkun: „Horfur eru á að það dragi úr spennu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ákveðið hefur verið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 0,5% en það er peningastefnunefnd bankans sem sér um slíkar ákvaðanir. Meginvextir bankans verða því 8,5% og er þetta önnur vaxtalækkun bankans í röð.

„Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Hjöðnun verðbólgu er á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt lækkað og raunvextir því hækkað.

Áhrifa þétts peningalegs taumhalds gætir áfram í efnahagsumsvifum og hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar. Atvinnuleysi heldur áfram að þokast upp og horfur eru á að það dragi úr spennu í þjóðarbúinu þótt það gerist hægar en áður var talið,“ segir í tilkynningu frá bankanum um þessa ákvörðun en vextir fóru hæst í 9,25% í fyrra.

„Þrálát verðbólga og verðbólguvæntingar yfir markmiði kalla þó á varkárni. Áfram þarf því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma.

Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Vextir á daglánum verða því 10,25%, lánum gegn veði til sjö daga 9,25%, innlán bundin í sjö daga 8,5% og viðskiptareikningum 8,25%

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -