Segir aðstæðurnar þegar Dísarfellið fórst erfiðar: „Vorum orðnir ansi tæpir með eldsneyti“

top augl

Benóný Ásgrímsson vann um árabil sem sjómaður, meðal annars hjá Landhelgisgæslunni, og síðar sem þyrluflug­maður á hennar vegum. Hann talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um réttsýnina og gimbrina sem hann eignaðist á unglings árunum, síðustu orðin í talstöðinni frá skipverja á sökkvandi togara og hann talar um þorskastríðið og segir að þótt bresku togarasjómennirnir hafi ekki alltaf verið „gentlemen“ í talstöðinni þá hafi samt viss virðing ríkt á milli manna.

Benóný hefur bjargað mörgum á þyrlunni.

Stærsta mannbjörgunin var svo þegar Dísarfell fórst á milli Íslands og Færeyja. „Hún var að mörgu leyti dálítið flókin. Þetta var dálítið sérstakt. Þetta voru erfiðar aðstæður. Það var verið að slaka sigmanninum og það var allt fullt af svartolíu í sjónum og gámar og innihald gámanna úti um allt. Skipverjarnir voru allir, nema tveir, búnir að festa sig saman. Það var svo erfitt fyrir sigmanninn að athafna sig. Hann var búinn eftir þrjá til fjóra og varð að hvíla sig. Við settum í staðinn tvær lykkjur niður og krossuðum fingur. En við vissum líka sem betur fer að það voru flestir sjómenn búnir að fara í gegnum Slysavarnaskóla sjómanna. Og þeir þekktu þetta. Svo vildi þannig til þegar verið var að hífa tvo upp að þá hrundi annar úr annarri lykkjunni og fór aftur í sjóinn. Þegar við töldum okkur vera búna var okkur létt og við lögðum af stað. Við vorum farnir að klífa upp í skýin og vorum á leið til Hornafjarðar þegar allt í einu kom í ljós að það vantaði einn. Þá rifjaðist það upp að það var sá sem datt úr lykkjunni. Við vorum komnir á varaeldsneytið okkar og vorum orðnir ansi tæpir með eldsneyti, en um leið og við komum niður úr skýjunum þá var maðurinn beint fyrir framan okkur og það tók tvær til þrjár mínútur að ná honum upp. Þetta er mjög eftirminnilegt.“

Sjá má allan þáttinn hér. Þá má lesa allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni