Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Segir afsögn Bjarna fara illa ofan í Sjálfstæðismenn: „En endanleg niðurstaðan er samt ekki ljós“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson heldur því fram að Sjálfstæðismenn séu ósáttir við afsögn Bjarna Benediktssonar úr stóli fjármálaráðherra.

Allir, sem kunna á lyklaborð hafa tjáð sig um afsögn Bjarna Benediktssonar sem kunngerð var í gærmorgun og sitt sýnist hverjum eins og gefur að skilja. Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins er einn þeirra. Heldur hann því fram að Sjálfstæðismenn upplifi uppsögnina þannig að „Bjarni sé annar ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem fellur vegna andstöðu Vg.“ Segir Sósíalistaforinginn að val Bjarna hafi í raun staðið á milli þess að víkja úr fjármálaráðuneytinu eða sprengja ríkisstjórnina. „En endanleg niðurstaðan er samt ekki ljós. Það má enn vera að hann eða flokkurinn vilji ekki una þessum kostum og frekar sprengja ríkisstjórnina en að sitja og standa eftir kröfum Vg,“ skrifaði Gunnar Smári að lokum.

Færluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Mér heyrist afsögn Bjarna venjast illa innan Sjálfstæðisflokksins. Þar er að renna upp fyrir fólki að Bjarni sagði af sér þar sem hann áttaði sig á að samstarfsflokkurinn myndi ekki sætta sig við að hann hunsaði álit umboðsmanns. Sjálfstæðisflokksfólk upplifir þetta nú svo að Bjarni sé annar ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem fellur vegna andstöðu Vg. Val Bjarna hafi í raun verið um að víkja úr fjármálaráðuneytinu eða ganga úr ríkisstjórn þar sem hann naut ekki trausts samráðherra. Bjarni kaus að víkja. En endanleg niðurstaðan er samt ekki ljós. Það má enn vera að hann eða flokkurinn vilji ekki una þessum kostum og frekar sprengja ríkisstjórnina en að sitja og standa eftir kröfum Vg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -