Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Segir árás Rússa á börnin ekkert slys: „Eldflaugar nútímans lenda þar sem þær eiga að lenda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski herinn gerðu eldflaugaárásir á Úkraínsku borgina Chernihiv en sjö létust og yfir hundruð slösuðust. Illugi Jökulsson skrifaði færslu um þessa grimmdarárás.

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson segir að eldflaugaárás Rússa á Chernihiv, þar sem fjölmörg börn eru meðal fórnarlamba, sé ekkert slys. „Eldflaugar nútímans lenda þar sem þær eiga að lenda.“ Segir hann að þar sem Rússum var full kunnugt um trúarhátíð sem var í gangi er árásin var gerð, „þá var ljóst að ætlun þeirra var að drepa þetta fólk, þessi börn“.“

Færslan er í heild sinni hér að neðan:

„Rússar sáu ástæðu til að gera eldflaugaárás á hina sögufrægu borg Chernihiv skammt norðaustur af Kyiv núna í morgun. Þar eru engin hernaðarmannvirki af neinu tagi og borgin er langar leiðir frá vígvöllunum. Eldflaug var skotið að háskóla og Drama-leikhúsinu við aðaltorg borgarinnar. Þar var fjöldi fólks á ferð, meðal annars mörg börn, á leið til kirkju. Nú þegar er vitað að sjö manns dóu, þar á meðal ein 7 ára stúlka og móðir hennar er helsærð. Fjöldi barna er meðal hinna rúmlega 110 sem særðust. Athugið að svona árás er ekki einhvers konar slys. Eldflaugar nútímans lenda þar sem þær eiga að lenda. Og þar sem Rússar vissu auðvitað fullvel um trúarhátíðina og hvað væri að gerast á torginu, þá var ljóst að ætlun þeirra var að drepa þetta fólk, þessi börn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -