Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fjármálaráðherra nota trikk til að koma sér undan ábyrgð.
Í nýrri færslu á Twitter sakar Björn Leví Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að beita brögðum til að komast undan ábyrgð í málum sem hann beri ábyrgð á.
„Elsta trikkið í bókinni, leka upplýsingum og kvarta svo sjálf undan lekanum. Sá sem kvartar getur ómögulega hafa framið verknaðinn er það ekki? Sama með fjármálaráðherra sem kallar alltaf eftir skýrslum um sjálfan sig … sama taktík.“
Tryggvi nokkur svaraði færslunni en honum þótti staðhæfingin hæpin: „Finnst þér líklegt að Bjarni færi að leka skýrslunni til Stundarinnar, Kjarnans og RÚV af öllum fjölmiðlum?“
Björn Leví svaraði að bragði: „Til að varpa grun af sér, ójá. Það er vel þekkt hérna innan þingsins að sjallar eru mjög duglegir við að dreifa efni til fjölmiðla sko. Aðrir flokkar líka örugglega en sjallar eru engir englar í þeim málum.“
Ástþór skrifaði einnig athugasemd: „Ég hafði ekki pælt í þessu. Nú er ég að hugsa ansi marga leka og fjölmiðla umfjallanir í kjölfarið í nýju ljósi.“
Því svaraði Píratinn: „þetta er auðvitað ekki algilt. En ef því fylgja engar sérstakar ástæður þá verður maður að spyrja sig. Þetta er mjög vægur leki á gögnum sem áttu hvort eð er að birtast daginn eftir. Algerlega tilgangslaus leki nema ef þú ætlar að afvegaleiða umræðuna með svona væli.“