Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Segir Bjarna setja Ísland á lista þjóða sem styðji þjóðarmorð: „Ógeðsleg ráðstöfun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir Bjarna Benediktsson hafa ákveðið að „taka matarörðuna frá sveltandi börnum sem ekki er nú þegar búið að drepa í sprengjuárásum og kúlnaregni“, með því að frysta fjárhagsaðstoð til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Í harðorðri Facebook-færslu gefur Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks í skyn að Ísrael hafi komið fram með ásakanir um að 12 starfsmenn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu, hefðu tekið þátt í árásum Hamas-liða 7. október, til að hefna fyrir bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag. „Um leið og Alþjóðadómstóllinn skikkar Ísraela til að að hætta að myrða börn og tryggja mannúðaraðstoð til Gaza bregðast þeir við í áróðursskyni með ásökunum um að 12 einstaklingar af þrettán þúsund starfsmönnum UNRWA á svæðinu hafi átt aðild að uppreisninni 7. október,“ skrifar Kristinn og bætir við: „UNRWA er stofnun Sameinuðu þjóðana og hefur haldið lífinu í fólki á Gaza sem hefur búið við aðstæður fangabúða vegna aðgerða Ísraela í hálfan annan áratug. Stofnunin brást strax við þessum ásökunum af festu, viku þeim frá störfum sem nefndir voru og hófu rannsókn á málinu með yfirlýsingum um að þeir myndu sæta ábyrgð, ef ásakanirnar reyndust sannar.“

Segir Kristinn ennfremur að viðbrögð Vestrænna ríkja við ásökun „fastistastjórnar Ísraels“, sé „ógeðsleg ráðstöfun.“

„Það að Vestræn ríki sem fylgja fasistastjórn Ísraels að málum skuli bregðast við með því að frysta öll framlög til UNRWA er ógeðsleg ráðstöfun, sérstaklega með tilliti til þess að öll þjóðin á Gaza er við hungurmörk enda aðstæður á svæðinu nú þegar versta mannúðarkrísa heimsins. Þetta er það sem á ensku kallast „collective punishment“ eða hóprefsing – nákvæmlega sú aðgerð sem Ísraleski herinn er núna að stunda og er brot gegn aljóðasamningi um þjóðarmorð.“

Í lokaorðum sínum beinir Kristinn kastljósinu að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra.

„Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra hefur nú ákveðið að taka matarörðuna frá sveltandi börnum sem ekki er nú þegar búið að drepa í sprengjuárásum og kúlnaregni. Hann leggst á sveif með þjóðarmorðingjunum og aðstoðar þá við verkið. Bjarni hefur nú sett íslendinga á lista hinna viljugu þjóða sem hjálpa Ísraelum með beinum hætti að minnast eigin helfarar með því að fremja þjóðarmorð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -