- Auglýsing -
Björn Leví Gunnarsson segir alþjóðalög gilda aðallega um alla aðra en stærstu þjóðirnar.
Píratinn Björn Leví Gunnarsson skrifar stutta en djúpa Facebook-færslu þar sem hann spyr góðrar spurningar:
„Einföld pæling, af hverju eru þjóðir sem ráðast á aðrar þjóðir ekki sjálfkrafa útilokaðar frá alþjóðlegu umhverfi? Ólympíuleikum, viðskiptum, … svona svipað og að setja krakka í hvíld til þess að róa sig.“
Og Björn Leví veit svarið:
„Einfalda svarið er að þjóðirnar með neitunarvald í öryggisráðinu vilja hafa möguleikann á því að það sé hægt án teljandi afleiðinga.
Það er nefnilega þannig að alþjóðalög gilda aðallega bara um aðra en þá stóru. Svipað eins og landslög gilda oft ekki um valdhafa sem geta forðast alls konar ábyrgð.“