Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Segir ekki duga að taka RÚV af auglýsingamarkaði: „Tíu milljarðar fóru í vasa moldríkra Ameríkana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hannes Steindórsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir í nýlegri Facebook-færslu, að það eitt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði, til bjargar fjölmiðlum í landinu, dugi ekki til.

Færsluna ritaði Hannes í gær, í tilefni þess að Fréttablaðið fór á hausinn ásamt sjónvarpsmiðlinum Hringbraut og 100 manns missti vinnuna. Segist Hannes ekki taka afstöðu til þess hvort taka þurfi Rúv af auglýsingamarkaði en bendir á að það eitt myndi sennilega ekki duga til þess að bjarga einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Segir bæjarfulltrúinn að með breytingu á skattalögum væri hægt að sækja pening til eigenda samfélagsmiðla sem hirði gríðarlegar upphæðir í auglýsingatekjur frá fjölmiðlunum. Færsluna má lesa hér að neðan.

„Það voru sorgarfréttir í gær þegar 100 einstaklingar misstu vinnuna án nokkurs fyrirvara. Fáir ef einhverjir starfsmenn fengu að vita neitt fyrr en í gær. Sem þýðir að um 100 eintaklingar höfðu engan aðlögunartíma til að leita sér að annarri vinnu. Fáir ef einhver fjölmiðill á Íslandi hefur skilað hagnaði síðastliðin ár, þó eru undantekningar þar sem ákveðnir fjölmiðlar eru einnig í rekstri fjarskipta fyrirtækja og er hagnaður af þeim rekstri og svo einn fjölmiðill sem fær milljarða í styrki. Það eru skiptar skoðanir hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði. Tekjur RÚV af auglýsingum árið 2021 nam um það bil tveimur milljörðum.

Ef RÚV væri tekið af auglýsingamarkaði mætti gera ráð fyrir að íslenskir fjölmiðlar fengju mögulega einn milljarð til að skipta sín á milli. Allar líkur eru á að seinni milljarðurinn færi til erlendra samfélagsmiðla.
Ég ætla ekki að taka afstöðu í þessum skrifum hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði, hins vegar ef það yrði gert er ég hræddur um að það dugi ekki til. Úthlutunarnefnd lagði til 381.000.000kr í styrki til einkarekinna fjölmiðla árið 2022. Tekjur vegna auglýsingasölu á árinu 2021 voru um tuttugu og tveir milljarðar. Tæpir tíu milljarðar af þeirri upphæð fóru hins vegar í vasa moldríkra Ameríkana sem eiga samfélagsmiðla.
Ríkissjóður fékk ekki eina krónu út úr þeim fjármunum. Þess má geta að umræddar tölur eru síðan 2021.
Auglýsingatekjur sem fara úr landi aukast á hverju ári og koma til með að gera það áfram.
Með breytingum á skattalögum væri hægt að sækja nokkra milljarða til erlendra samfélagsmiðla, sem gætu svo nýst í að styrkja íslenskan fjölmiðlamarkað.
Heimurinn breytist hratt og það sem þykir sjálfsagt og öruggt í dag verður það ekki eftir tíu ár. Ef ekkert verður að gert. Gæti það allt eins gerst að mjög fáir eða hreinlega engin íslenskur fjölmiðill standi eftir fyrir utan ríkisrekna miðla.
Undirritaður er bæjarfulltrúi og áhugamaður um fjölmiðla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -